Lýsingar á leiði hækka

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Kristinn Ingvarsson

Jóla­lýs­ing á leiði  hjá Kirkju­görðum Kefla­vík­ur hef­ur hækkað nokkuð frá því í fyrra.  Nú kost­ar 4500 krón­ur að setja leiðiskross með jóla­lýs­ingu á leiði í kirkju­görðunum við Aðal­götu og Hólms­bergs­kirkju­g­arði.

Þetta kem­ur fram á vef Vík­ur­frétta.

Þar seg­ir að hjá Kirkju­görðum Kefla­vík­ur hafi þær upp­lýs­ing­ar feng­ist að verðhækk­un á milli ára væri 700 krón­ur auk virðis­auka­skatts. Nú séu not­end­ur að greiða fyr­ir raf­magn, sem áður hafi verið greitt af kirkju­g­arðinum.

Á móti komi að nú sé tíma­bilið lengra þar sem kveikt sé á ljós­un­um.

Þeir sem þurfa að lýsa upp fleiri en eitt leiði fá af­slátt sem get­ur orðið 15-20 % eft­ir fjölda leiða.

Frétt Vík­ur­frétta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert