Lýsingar á leiði hækka

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Kristinn Ingvarsson

Jólalýsing á leiði  hjá Kirkjugörðum Keflavíkur hefur hækkað nokkuð frá því í fyrra.  Nú kostar 4500 krónur að setja leiðiskross með jólalýsingu á leiði í kirkjugörðunum við Aðalgötu og Hólmsbergskirkjugarði.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Þar segir að hjá Kirkjugörðum Keflavíkur hafi þær upplýsingar fengist að verðhækkun á milli ára væri 700 krónur auk virðisaukaskatts. Nú séu notendur að greiða fyrir rafmagn, sem áður hafi verið greitt af kirkjugarðinum.

Á móti komi að nú sé tímabilið lengra þar sem kveikt sé á ljósunum.

Þeir sem þurfa að lýsa upp fleiri en eitt leiði fá afslátt sem getur orðið 15-20 % eftir fjölda leiða.

Frétt Víkurfrétta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka