Regluverk um gagnaver verði klárt fyrir jól

Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ
Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ

Kristján L. Möller, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, sagðist á Alþingi í dag vonast til frumvarp um breytingu á virðisaukaskatti til að jafna stöðu gagnaversfyrirtækja komi fyrir þingið og verði afgreitt fyrir jól. Hafi þá tekist að búa til gott regluverk þannig að gagnaverin verði samkeppnisfær við önnur í Evrópu.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði Kristján út í þessi málefni og sagðist við tækifærið hafa áhyggjur á þróun málefna gagnavera. Sagði hann að viðskiptavinir Verne holding á Suðurnesjum væru við það að hverfa frá borði og erlendir fjárfestar að íhuga stöðu sína.

Kristján Möller sagði að iðnaðarnefnd þingsins hafi haft áhyggjur af frumvarpinu um virðisaukaskattsbreytingar, en að óbreyttu eru íslensk gagnaver ekki samkeppnisfær við gagnaver í Evrópu. Kristján sagði mikilvægt að ráða bug á því, og koma þessu frumvarpi inn í þingið.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kom einnig upp í ræðustól og fagnaði orðum Kristjáns, um að þingið ætli að taka við stjórntaumunum í málinu, af fjármálaráðuneytinu sem greinilega ráði ekki við málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert