Úrum rænt í Leonard

Tveir menn komu inn í verslunina Leonard í Kringlunni um klukkan 13.00 í dag, brutu þar upp skáp og stálu úrum. Mennirnir komust undan með fenginn. Ekki liggur ljóst fyrir hvað mörgum úrum var stolið né heldur hvað verðmæti þeirra var mikið, að sögn lögreglunnar.

Lögreglan hafði ekki haft hendur í hári mannanna nú síðdegis.  Verslunin Leonard selur m.a. skartgripi, vönduð úr og fylgihluti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert