10% Vestfirðinga með erlent ríkisfang

Vestfirðir
Vestfirðir Af vef Bæjarins besta

Í upphafi árs voru Vestfirðingar  7362 talsins. Þar af voru um 709 íbúar með erlent ríkisfang eða sem nemur 9,6% af heildar íbúafjölda í fjórðungnum.

Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Þar segir að hlutfallið hafi hækkað lítillega síðastliðin þrjú ár, árið 2008 var það 8,2% og 9,5% á síðasta ári.

Flestir þeirra erlendu ríkisborgara sem búa á Vestfjörðum eru Pólverjar. Þeir eru 436 talsins eða um 60%.

Hæst er hlutfall erlendra ríkisborgara í Tálknafjarðarhreppi þar sem yfir fimmtungur íbúanna er með erlent ríkisfang eða 64 af 299 íbúum sveitarfélagsins. Næst hæst er hlutfallið í Bolungarvík eða 17,1%.

Erlendir ríkisborgar búsettir í Ísafjarðabæ er 337 talsins, sem eru 8,6% íbúanna. Langflestir eru frá Póllandi eða 189.

Fréttin á vef Bæjarins besta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka