27 milljarðar afskrifaðir

Eigna­leigu­fyr­ir­tæki hafa sam­tals af­skrifað kröf­ur á ein­stak­linga upp á 27 millj­arða króna vegna bíla­samn­inga og bíla­lána í kjöl­far dóms Hæsta­rétt­ar.  Heild­araf­skrift­ir krafna eigna­leigu­fyr­ir­tækja á ein­stak­linga vegna dóms­ins eru metn­ar  44,5 millj­arðar króna. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sam­tök­um fjár­mála­fyr­ir­tækja.

„Þar fyr­ir utan höfðu ríf­lega 5 þúsund ein­stak­ling­ar nýtt sér það úrræði eigna­leigu­fyr­ir­tækja  að lækka höfuðstól  á er­lend­um bíla­lán­um og bíla­samn­ing­um gegn því að færa þau yfir í ís­lensk­ar krón­ur. Heild­ar­lækk­un  vegna þessa úrræðis nam tæp­um þrem­ur millj­örðum króna," seg­ir í til­kynn­ingu.

Af­skrift­ir bíla­lána og bíla­samn­inga vegna greiðsluaðlög­un­ar eru metn­ar á 226 millj­ón­ir króna og sam­bæri­leg tala fyr­ir sér­tæka skuldaaðlög­un eru tæp­ar 54 millj­ón­ir króna.

Sam­tals nema því af­skrift­ir vegna bíla­fjár­mögn­un­ar ein­stak­linga nú þegar rúm­um 30 millj­örðum króna.
Því er ljóst að þegar end­urút­reikn­ing­um á er­lend­um bíla­lán­um og samn­ing­um lýk­ur verður heild­ar­lækk­un þeirra rúm­lega 48 millj­arðar króna, seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu.

Guðjón Rún­ars­son fram­kvæmda­stjóri SFF: „Þess­ar töl­ur sýna að af­skrift­ir til ein­stak­linga og heim­ila nema nú 52 millj­örðum króna vegna fast­eigna­veðlána og bíla­lána. Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja birtu í nóv­em­ber töl­ur yfir  af­skrift­ir  fast­eigna­veðlána ein­stak­linga hjá bönk­um og spari­sjóðum og námu þær 22 millj­örðum króna. Nú ligg­ur fyr­ir að er­lend bíla­lán og samn­ing­ar hafa verið færð niður um 30 millj­arða króna. Við telj­um mik­il­vægt að þess­ar töl­ur séu öll­um aðgengi­leg­ar."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert