44% fengu ekki fulltrúa

Talning atkvæða í kosningunum.
Talning atkvæða í kosningunum. mbl.is/Golli

Liðlega 37 þúsund þeirra sem kusu fengu eng­an full­trúa kjör­inn á stjórn­lagaþing í kosn­ing­un­um á dög­un­um. Það svar­ar til liðlega 44% gildra at­kvæða í kosn­ing­unni.

Þegar þessi niðurstaða er skoðuð í ljósi dræmr­ar þátt­töku í kosn­ing­un­um sést að aðeins tæp­lega fimmti hver kosn­inga­bær Íslend­ing­ur hef­ur valið full­trúa, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um kosn­ing­arn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Ástæðan fyr­ir þessu er fyrst og fremst sú að fram­bjóðend­ur urðu mun fleiri en reiknað var með, eða yfir 520. At­kvæðin dreifðust því mjög víða enda náðu inn­an við 5% fram­bjóðenda kjöri. Auk þess nýttu marg­ir ekki at­kvæðaseðla sína til fulls.

Niðurstaða taln­ing­ar­inn­ar leiddi þó í ljós að aðeins 13.771 at­kvæði féll „dautt“ niður, nýtt­ist ekk­ert við út­hlut­un sæta á stjórn­lagaþing.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert