Bakkavör segir upp starfsfólki

Merki Bakkvarar.
Merki Bakkvarar.

Matvælafyrirtækið Bakkavör mun segja upp 170 starfsmönnum í verksmiðju sem er í eigu fyrirtækisins í Lincolnskíri á Englandi. Forsvarsmenn verkalýðsfélagsins Unite eru æfir yfir því að fyrirtækið hafi ákveðið að binda enda á viðræður um uppsagnir starfsmanna rétt fyrir jólahátíðina.

Jennie Formby hjá Unite segist vera bálreið yfir því að viðræðunum hafi verið slitið einhliða, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Haft er eftir forsvarsmönnum Bakkavarar að þeim hafi tekist að fækka þeim sem muni missa vinnuna hjá verksmiðjunni. Þeir verði 170 í stað 375.

Þá segir Formby að fyrirtækið hafi lofað frekari viðræðum til að ræða hagræðingu og sparnaðaraðgerðir og leiðir til að takmarka uppsagnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert