Hækkanir vekja furðu

mbl.is/Friðrik

Verð á bens­íni og dísi­lol­íu fer nú hratt hækk­andi hér á landi og svipað er upp á ten­ingn­um í grann­lönd­un­um, spáð er hækk­un í Nor­egi eft­ir næstu helgi.

Margt veld­ur þess­ari þróun, einkum hækk­an­ir á heims­markaði en einnig geng­is­breyt­ing­ar. Vegna kuld­anna í Evr­ópu er nú meiri spurn eft­ir dísi­lol­íu, einnig hafa verk­föll­in í Frakklandi í haust haft áhrif á birgðastöðu.

Olís hækkaði eldsneytis­verð í gær um fimm krón­ur á lítr­ann, sjálfsaf­greiðslu­verð fór í 208 krón­ur á 95 okt­ana bens­íni og dísi­lol­íu. Skelj­ung­ur fylgdi í kjöl­farið og hækkaði sitt verð í 209 krón­ur. Önnur fé­lög höfðu ekki hækkað þegar þetta var ritað. Undr­un vek­ur hve hækk­un­in er mik­il og snögg.

„Mér finnst þeir fara svo­lítið bratt í þetta,“ seg­ir Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda [FÍB]. „Vissu­lega hafa markaðir verið að fara eitt­hvað upp und­an­farna daga en breyt­ing­in var ekki neitt mik­il í gær eða fyrra­dag [mánu­dag og sunnu­dag]. Breyt­ing­in í ís­lensk­um krón­um milli daga var kannski um 50 aur­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert