Þingmennirnir Kristján Þór Júlíusson, Ásbjörn Óttarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kalla eftir framtíðarstefnu í málaflokkum ríkisins. Þetta kemur fram í nefndaráliti þeirra um fjárlaganefnd. Þar kemur m.a fram að stjórnvöld eiga enn eftir að ná halla ríkisins niður um 34 milljarða króna.
Talið er fullvíst að enn hafi ekki verið hagrætt eins og kostur sé hjá öllum ríkisstofnunum. Þeim finnst því mjög mikilvægt að mótuð verði framtíðarstefna í helstu málaflokkum ríkisins svo sem heilbrigðismálum, menntamálum og félagsmálum, segir í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.
„Tekið er fram að ef ekki takist að ná viðunandi hagvexti þurfi að ganga enn lengra en hingað til í niðurskurði ríkisútgjalda. Því er lögð áhersla á að nauðsynlegt sé að fyrir liggi skýr framtíðarstefna stjórnvalda um breytingar á ríkisrekstrinum og að flestum verði ljós sú mynd af þjónustu ríkisins sem að er stefnt. Þau ítreka að fjárlög séu síðan tæki sem stjórnvöld noti til að ná þessum markmiðum."