Menn frá Visa til landsins

Visa
Visa

Að sögn Ólafs Sigurvinssonar, stofnanda Datacell, er von á mönnum frá Visa til landsins á morgun til að hefja samningarviðræður við íslenska og svissneska lögfræðinga DataCell. „Þeir gera sér fyllilega grein fyrir því að þeir eru að brjóta okkar rétt. Mér heyrðist á lögfræðingunum að það væri einhver sáttartónn í mönnum og að þeir væru frekar til í að borga okkur háar skaðabætur en að pirra Bandaríkjastjórn.“ 

Líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag ætlar íslensk-svissneska fyrirtækið DataCell að höfða mál gegn Visa fyrir að hafa lokað á viðskipti við WikiLeaks en DataCell hefur rafræna umsjón með fjármálum WikiLeaks.

Ólafur segir Visa hafa ætlað að loka fyrir viðskiptin í sjö daga á meðan þeir rannsökuðu hvort starfsemi DataCell varðaði við lög. „Ég er búinn að fá það staðfest í dag að ég geti styrkt Al-Kaída, Ku Klux Klan, keypt mér vopn, eiturlyf og alls konar klám með Visa kortinu. Þeir eru víst ekkert mikið að rannsaka það, en á meðan get ég ekki styrkt mannréttindasamtök sem berjast fyrir tjáningarfrelsi.“

Ólafur segir aðgerðir Visa að sjálfsögðu hafa valdið óþægindum þar sem erfiðara hafi verið að senda fé til WikiLeaks en fólk hafi fljótlega fundið aðrar leiðir til þessa.

Ekki er lengur hægt að styrkja WikiLeak-síðuna með Visa né …
Ekki er lengur hægt að styrkja WikiLeak-síðuna með Visa né MasterCard. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert