Nýtt mjólkurbú í Borgarnesi

Bjarni J. Eiríksson

Verið er að setja upp vélar í nýja mjólkurstöð í Borgarnesi sem fengið hefur nafnið Vesturmjólk.

Bjarni Bærings, bóndi og talsmaður eigenda fyrirtækisins, segir í samtali við Skessuhorn í dag að stutt  sé í að fyrsta framleiðslan komi á markað, en það verður þó ekki á þessu ári.

Bjarni segir að vonast sé til að súrvara verði framleidd fyrir jólin, til dæmis skyr, jógúrt eða súrmjólk. Hún fari ekki í almenna sölu, heldur til stóreldhúsa, mötuneyta og hóteleldhúsa. 

Vesturmjólk er í nýlegu húsi sem áður hýsti Borgarnes kjötvörur í iðnaðarhverfinu við Borgarnes.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert