Spreyjaði piparúða á lögregluþjóna

Frá Eskifirði.
Frá Eskifirði. Kristinn Ingvarsson

Þrettán ára gamall piltur braust inn á lögreglustöðina á Eskifirði nýverið og stal þar m.a. talstöðvum og piparúða í brúsa. Lögreglumenn á staðnum náðu piltinum skömmu síðar eftir að hann hafði spreyjað piparúða á þá. Þá er lögreglan með til rannsóknar innbrot í harðfiskverkunina Sporð á Eskifirði í morgun.

Að kvöldlagi, þegar lögreglumenn voru í verkefnum utanhúss, braust pilturinn inn á lögreglustöðina með því að brjóta rúðu í einni hurð. Tók hann tvær talstöðvar traustataki ásamt ýmsu fleiru, m.a. brúsa með piparúða sem lögreglan geymdi upp í skáp.

Að sögn Jónasar Vilhelmssonar yfirlögregluþjóns náðist pilturinn fljótlega í skuggasundi skammt frá stöðinni. „Við fengum úðann framan í okkur, í augu og munn, en tókst engu að síður að handsama drenginn og færa hann á lögreglustöðina," segir Jónas en síðan voru barnaverndaryfirvöld og foreldrar piltsins kölluð til. Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar eftir að hann flutti nýverið til Eskifjarðar.

Að sögn Jónasar átti pilturinn sé vitorðsmann á svipuðum aldri, sem var fyrir utan lögreglustöðina og fór af vettvangi áður en til innbrotsins kom.

Innbrot í harðfiskverkun 

Þá er lögreglan á Eskifirði með til rannsóknar innbrot í harðfiskverkunina Sporð, sem tilkynnt var um í morgun. Talið er að brotist hafi verið inn í fyrirtækið í nótt en það er með þeim rótgrónari í bænum, stofnað fyrir meira en hálfri öld.

Að sögn Jónasar voru nokkrar skemmdir unnar en ekki miklu stolið, þó einhverju af harðfiski sem var þar tilbúinn til pökkunar. Tveir aðilar liggja undir grun um innbrotið en enginn hefur verið handtekinn að svo stöddu. Jónas rekur minni til þess að einu sinni áður hafi verið brotist inn hjá Sporði, fyrir allmörgum árum, og þá stolið nokkru magni af fiski.

Harðfiskur frá Sporði er vinsæl vara, svo eftirsótt að brotist …
Harðfiskur frá Sporði er vinsæl vara, svo eftirsótt að brotist var inn í fyrirtækið í nótt.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert