Fréttaskýring: Styttist í Icesave-samning

Fátt virðist hafa breyst í samningum Íslands við Breta og Hollendinga um Icesave frá því laust fyrir miðjan nóvember sl. þegar samningsdrög lágu fyrir á milli þjóðanna. Eitthvað eru aðilar þó nær samkomulagi nú en þá, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, og þykir mönnum sem flest sé smálegt sem út af stendur.

Samkomulag mun hafa náðst um að vextir á eftirstöðvum af Icesave verði í kringum 2,7%; endanleg skipting kostnaðar vegna Icesave er ekki ákveðin, en þar mun ekki vera um háar fjárhæðir að ræða. „En það er ekkert klárt, fyrr en samningur hefur verið undirritaður,“ sagði viðmælandi í gærkvöld, sem átti allt eins von á því að samningur næðist í dag.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins liggur fyrir sama staða og greint var frá hér í Morgunblaðinu 16. nóvember sl. að Bretar og Hollendingar séu nú reiðubúnir til þess að ganga frá mun hagstæðari samningi fyrir Ísland en áður stóð til boða. En Bretar og Hollendingar munu hafa verið því fráhverfir að ganga frá nokkru samkomulagi, án þess að fyrir því væri einhvers konar trygging, að um samninginn yrði breið pólitísk sátt á Alþingi. Slík krafa mun ekki vera jafn eindregin nú og hún var fyrir þremur vikum.

Tvær grímur á samningamenn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í gær spurður hvort ríkisstjórnin gæti vænst slíkrar breiðrar pólitískrar sáttar um Icesave í þinginu: „Því einu er til að svara, á þessu stigi málsins, að við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins munum taka afstöðu til málsins, þegar það liggur fyrir, fullklárað,“ sagði Bjarni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, tók í sama streng og Bjarni. „Við höfum ekki veitt neitt umboð til endanlegrar samningsgerðar. Við munum bara skoða og taka afstöðu til samnings, ef hann næst,“ sagði Sigmundur Davíð.

Þrátt fyrir orð Jan Kees de Jeger, fjármálaráðherra Hollands, í Brussel í gær þar sem hann sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna að samningur um Icesave væri á lokastigi er enn óvíst að svo sé.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert