Tvö ár frá uppþoti á Alþingi

Fyrir utan Alþingi í dag
Fyrir utan Alþingi í dag mbl.is/Golli

Hópur fólks kom saman á þingpöllum Alþingis í dag en tvö ár eru liðin frá því níumenningarnir mótmæltu á þingpöllum Alþingis. Mál þeirra er fyrir héraði en þau voru ákærð fyrir árás á Alþingi. Með þessu vill fólkið sýna þeim níu einstaklingum sem eru ákærðir samstöðu.

Milli fimmtíu og sextíu manns eru fyrir utan Alþingi en ekki fá fleiri að fara inn á þingpallana. Leitað var á öllum þeim sem fóru upp á þingpallana og gekk hægt að hleypa fólki inn, samkvæmt upplýsingum frá blaðamanni sem er á staðnum.

Í ákæru segir að þeir níu einstaklingar sem ákærðir eru í málinu hafi í heimildarleysi ruðst inn í Alþingishúsið 8. desember 2008.

Þeir eru ákærðir fyrir brot gegn Alþingi, brot gegn valdstjórninni, brot gegn almannafriði og allsherjarreglu og húsbrot.   Meðal annars er ákært á grundvelli 100. gr. almennra hegningarlaga. Refsing við brotinu varðar í það minnsta við fangelsi í eitt ár. 

Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra þeirra sem eru ákærðir, segir að vel geti farið að málið endi fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassborg.

Fyrir utan Alþingi í dag
Fyrir utan Alþingi í dag mbl.is/Golli
Í dag eru tvö ár liðin frá því níumenningarnir voru …
Í dag eru tvö ár liðin frá því níumenningarnir voru með læti á þingpöllum Alþingis mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert