Erfitt að semja um óljósa upphæð

Lee Buchheit, formaður íslensku samninganefndarinnar.
Lee Buchheit, formaður íslensku samninganefndarinnar. mbl.is/Kristinn

Lee Buchheit, formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, segir að helsti vandi nefndarinnar hafi verið hvernig menn eigi að að komast að samkomulagi um endurgreiðslur á skaðabótum þegar enginn veit um hversu háar fjárhæðir sé að ræða. Og menn muni ekki vita það um mörg ókomin ár.

Hann segir hins vegar að menn geri ráð fyrir því að eignir Landsbankans muni duga til að greiða Icesave-skuldina að mestu eða öllu leyti. Eins og staðan sé nú sé útlit fyrir að eignirnar muni duga upp í alla skuldina. „Enginn getur tryggt það,“ bætti Buchheit hins vegar við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert