Gera athugasemd við leka til fjölmiðla

Merki PwC
Merki PwC

PricewaterhouseCoopers (PwC) gerir alvarlega athugasemd við þau vinnubrögð að rannsóknarskýrslum opinbers aðila um Glitni banka og Landsbankann, er m.a. varða starfsheiður PwC, sé komið í hendur fjölmiðla til umfjöllunar án þess að PwC hafi verið kynnt efni skýrslnanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„PwC er því ómögulegt að svara þeim alvarlegu ásökunum sem látið er í veðri vaka að komi þar fram.
 Af hálfu embættis sérstaks saksóknara og rannsóknaraðila á hans vegum hefur ekki verið haft samband við PwC vegna rannsóknar fyrirliggjandi gagna. PwC hefur í dag farið þess á leit við sérstakan saksóknara að fá einnig aðgang að rannsóknarskýrslunum.

Efnislegum athugasemdum verður svarað á réttum vettvangi en PwC áréttar að endurskoðunarvinna félagsins var í fullu samræmi við starfsskyldur endurskoðenda," segir enn fremur í tilkynningu frá PwC.

Sjá frétt í morgun 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert