Icesave greiðslur hefjast í júlí 2016

Íslend­ing­ar munu end­ur­greiða Hol­lend­ing­um og Bret­um að fullu þá upp­hæð sem tapaðist vegna Ices­a­ve reikn­inga við fall Lands­bank­ans.

Þetta hef­ur frétta­stof­an AFP eft­ir hol­lenska fjár­málaráðherr­an­um.

End­ur­greiðslur munu hefjast í júlí 2016 og mun þeim ljúka árið 2046, skv. upp­lýs­ing­um frá hol­lenska fjár­málaráðuneyt­inu.

 „Um full­ar end­ur­greiðslur verður að ræða af öll­um upp­hæðum sem voru lagðir inn á Ices­a­ve reikn­ing­ana,“ seg­ir Jan Cees de Jager, fjár­málaráðherra Hol­lands í bréfi til neðri deild­ar hol­lenska þings­ins.

Hol­lend­ing­ar munu fá 1,7 millj­arð á 3% vöxt­um. Ekki ligg­ur fyr­ir hversu háa upp­hæð Bret­ar munu fá, en fram hef­ur komið í er­lend­um fjöl­miðlum að bresku vext­irn­ir séu 3,3%.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert