Kostnaður 50 milljarðar

Lee Buchheit, formaður íslensku samninganefndarinnar, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, …
Lee Buchheit, formaður íslensku samninganefndarinnar, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, á fundinum í Iðnó. mbl.is/Kristinn

Það er mat Ices­a­ve-samn­inga­nefnd­ar­inn­ar að kostnaður sem ætla má að falli vegna samn­ings­ins verði inn­an við 50 millj­arðar kr. eða 3% af lands­fram­leiðslu. Niðurstaðan fel­ur í sér að það verði ein­göngu vaxt­ar­kostnaður sem falli á rík­is­sjóð.

Til greiðslu í byrj­un næsta árs kæmu upp­safnaðir vext­ir alls 26 millj­arðar, þar af sex millj­arðar úr rík­is­sjóði. En greiðslur yrðu um 17 millj­arðar á næsta ári og færu hratt lækk­andi árin þar á eft­ir. Greiðslum yrði að fullu lokið árið 2016, að mati samn­inga­nefnd­ar­inn­ar. 

Þetta kem­ur fram í gögn­um sem hef­ur verið dreift á kynn­ing­ar­fund­in­um.

Við áætl­un­ina er  byggt á mati Skila­nefnd­ar Lands­bank­ans á heimt­um á eign­um þrota­bús­ins, horf­um á greiðslum til kröfu­hafa eins og þær eru metn­ar af slita­stjórn bank­ans, og reikni­for­send­um Seðlabanka Íslands varðandi þróun á gengi gjald­miðla. 

„Samn­inga­nefnd­in hef­ur áætlað kostnað sem ætla má að falli á Ísland við fram­kvæmd samn­ing­anna. Við áætl­un­ina er  byggt á mati Skila­nefnd­ar Lands­bank­ans á heimt­um á eign­um þrota­bús­ins, horf­um á greiðslum til kröfu­hafa eins og þær eru metn­ar af slita­stjórn bank­ans, og reikni­for­send­um Seðlabanka Íslands varðandi þróun á gengi gjald­miðla.

Niðurstaða mats­ins er að sá kostnaður sem falli á rík­is­sjóð verði inn­an við 50 millj­arðar króna, eða rúm 3% af lands­fram­leiðslu. Er þá tekið til­lit til þess að búið væri að ráðstafa um 20 millj­örðum króna af nú­ver­andi eig­um TIF upp í skuld­bind­ing­arn­ar.

Fram­an­greind niðurstaða fel­ur í sér að það verði ein­göngu vaxta­kostnaður sem falli á rík­is­sjóð. Til greiðslu í byrj­un næsta árs kæmu upp­safnaðir vext­ir, alls 26 millj­arðar, þar af 6 millj­arðar úr rík­is­sjóði, en greiðslur yrðu um 17 millj­arðar á næsta ári og færu hratt lækk­andi árin þar á eft­ir. Greiðslum yrði að fullu lokið 2016. 

Miðað við nú­ver­andi for­send­ur um heimt­ur eigna þrota­bús­ins hefði kostnaður við fyrri samn­ing numið yfir 180 millj­örðum króna (um 162 millj­arðar að teknu til­liti til eigna TIF). Margt ger­ir að verk­um að kostnaður fer lækk­andi, þar skipta mestu lægri vext­ir  (vext­ir hafa hald­ist lág­ir á alþjóðamörkuðum) og styrk­ing á gengi ís­lensku krón­unn­ar frá því að kröf­u­lýs­ing­ar­frest­ur í þrota­bú Lands­bank­ans rann út í apríl 2009, en kröfu­fjár­hæðir eru miðaðar við gengi krón­unn­ar á þeim tíma. Kostnaður svar­ar því til vel inn­an við þriðjung af fyrra kostnaðarmati,“ seg­ir í sam­an­tekt samn­inga­nefnd­ar á niður­stöðum viðræðna við bresk og hol­lensk stjórn­völd vegna Ices­a­ve.


Seg­ir að m.a að ábyrgð rík­is­ins sé tak­mörkuð eins og kost­ur er og í raun ein­göngu bund­in við (a) sam­tíma­greiðslur vaxta fram til júní 2016 og (b) þann hluta sem ekki hafi verið inn­heimt­ur úr búi bank­ans að þeim tíma liðnum.

Hluti samninganefndarinnar í Iðnó í kvöld.
Hluti samn­inga­nefnd­ar­inn­ar í Iðnó í kvöld. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert