Kynningarfundi um Icesave seinkar

Fundurinn fer fram í Iðnó.
Fundurinn fer fram í Iðnó. mbl.is/Jim Smart

Ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar verða ekki viðstadd­ir þegar niðurstaða viðræðna um Ices­a­ve verður kynnt á blaðamanna­fundi. Fund­in­um hef­ur seinkað og hefst í síðasta lagi kl. 18:30. Það verður aðeins samn­inga­nefnd Íslands sem kynn­ir niður­stöðuna.

Fram hef­ur komið að Íslend­ing­ar muni end­ur­greiða Hol­lend­ing­um og Bret­um að fullu þá upp­hæð sem tapaðist vegna Ices­a­ve reikn­inga við fall Lands­bank­ans. Þetta hef­ur frétta­stof­an AFP eft­ir hol­lenska fjár­málaráðherr­an­um.

End­ur­greiðslur munu hefjast í júlí 2016 og mun þeim ljúka árið 2046, skv. upp­lýs­ing­um frá hol­lenska fjár­málaráðuneyt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert