Kynningarfundi um Icesave seinkar

Fundurinn fer fram í Iðnó.
Fundurinn fer fram í Iðnó. mbl.is/Jim Smart

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar verða ekki viðstaddir þegar niðurstaða viðræðna um Icesave verður kynnt á blaðamannafundi. Fundinum hefur seinkað og hefst í síðasta lagi kl. 18:30. Það verður aðeins samninganefnd Íslands sem kynnir niðurstöðuna.

Fram hefur komið að Íslendingar muni endurgreiða Hollendingum og Bretum að fullu þá upphæð sem tapaðist vegna Icesave reikninga við fall Landsbankans. Þetta hefur fréttastofan AFP eftir hollenska fjármálaráðherranum.

Endurgreiðslur munu hefjast í júlí 2016 og mun þeim ljúka árið 2046, skv. upplýsingum frá hollenska fjármálaráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert