Lilja Mósesdóttir situr hjá

Lilja Mósesdóttir situr hjá.
Lilja Mósesdóttir situr hjá. mbl.is/Ómar

„Ef okkur á að takast að tryggja hagvöxt þarf að bregðast við með því að fara hægar í niðurskurð,“ sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, á Alþingi rétt í þessu.

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla á Alþingi um breytingartillögur á frumvarpi til fjárlaga. Verulega hefur verið dregið úr upphaflegum tillögum um niðurskurð en mörgum þykir niðurskurðurinn enn of mikill.

Athygli vekur afstaða þriggja stjórnarþingmanna Vinstri grænna sem telja niðurskurðinn of mikinn.

Lilja Mósesdóttur hefur tilkynnt að hún muni sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Hún segir breytingatillögur ekki ganga nægilega langt og vill frekari áherslu á skattahækkanir meðal annars á séreignasparnaði.

Samþykkja ekki niðurskurð í heilbrigðismálum

„Leiðréttingar hafa verið til bóta en eru ónógar, uppsagnir blasa við og þá einkum meðal kvenna í störfum innan heilbrigðiskerfisins,“ sagði Atli Gíslason, þingmaður VG.

Atli skorar á þingið að laga frumvarpið svo ekki verði vegið að heilbrigðiskerfinu. Ásmundur Einar Daðason var á sama máli og Atli. Hann sagðist ætla að sitja hjá í þeim þáttum er lúta að heilbrigðiskerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert