Ræningjarnir búnir að játa

Mennirnir tveir hafa játað aðild sína að ráninu í verslun …
Mennirnir tveir hafa játað aðild sína að ráninu í verslun Leonard.

Lög­regl­an hef­ur sleppt mönn­un­um tveim­ur sem tekn­ir voru í gær vegna gruns um aðild að úr­arán­inu í versl­un Leon­ard í Kringl­unni. Hafa þeir játað aðild sína að rán­inu og eiga því yfir höfði sér ákæru.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni held­ur rann­sókn máls­ins áfram. Hús­leit­ir fóru fram á höfuðborg­ar­svæðinu í gær en menn­irn­ir tóku með sér úr úr versl­un­inni að verðmæti um fimm millj­ón­ir króna.

Ann­ar mann­anna, sem er á þrítugs­aldri, á að baki brota­fer­il tengd­um fíkni­efna­neyslu en hinn, sem er und­ir tví­tugu, hef­ur ekki komið við sögu lög­regl­unn­ar áður. Fleiri hafa ekki verið tekn­ir vegna rann­sókn­ar á rán­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert