Vilja hlut í betri heimtum

Bretar vilja meiri skerf af heimtum eigna gamla Landsbankans.
Bretar vilja meiri skerf af heimtum eigna gamla Landsbankans. reuters

Stærsta ágreiningsmálið í Icesave-samningunum er krafa Breta um að fá hlutdeild í vöxtum og betri heimtum eigna gamla Landsbankans, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Íslenska samninganefndin hefur ekki fallist á þessa kröfu. Mun vera tekist á um 15-20 milljarða króna í því efni, að því er fram kemur í umfjöllun um Icesave-málið í Morgunblaðinu í dag.

Íslenska samninganefndin fór í gær til viðræðna við Breta og Hollendinga í London með það að markmiði, samkvæmt heimildum blaðsins, að nefndarmenn gætu sett stafi sína undir samningsdrög sem væntanlega yrðu nefnd viljayfirlýsing. Seint í gærkvöldi var ekki komin niðurstaða og ekki afráðið hvernig fundarhöldum yrði háttað í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert