432 milljarða kr. munur

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Kristinn

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að munurinn á gamla Icesave-samkomulaginu og því nýja sé 432 milljarðar kr. Tryggvi segir að fyrir þá upphæð sé hægt að lækka skuldir heimilanna á milli 30-40% flatt.

„Ríkistjórn sem væri uppvís að slíkum mistökum sem felst í að hafa blessað Svavars samninginn myndi samstundis segja af sér ef hún hefði minnstu sómatilfinningu.“

Þetta kemur fram á bloggsíðu Tryggva.

Þar segir hann að kostnaðurinn við Svavars-samninginn svokallaða hafi verið 479 milljarðar ónúvirtur. En kostnaðurinn við nýju samningsdrögin um 47 milljarðar kr. miðað við áfallinn kostnað, en þá sé búið að greiða höfuðstólinn, vexti og vaxtavexti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert