Kemur niður á íþróttum barna

„Þetta er afar óheppilegt því við viljum auðvitað ekki minnka …
„Þetta er afar óheppilegt því við viljum auðvitað ekki minnka hreyfinguna hjá börnum og unglingum.“

Styrkir til íþróttafélaga í Reykjavík verða skertir talsvert á árinu 2011 miðað við drög að fjárhagsáætlun. Forsvarsmenn íþróttafélaganna eru mjög uggandi yfir þróuninni sem þeir telja að gæti leitt til þess að draga þurfi úr barna- og unglingastarfi.

Endanleg lækkun liggur ekki fyrir en hún verður að jafnaði á bilinu 4-6% að sögn Frímanns Ara Ferdinandssonar, framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Það hefur verið skorið niður síðustu 2 ár, okkur reiknast til að það hafi verið 15% í fyrra og 4% árið þar á undan. Þannig að þetta er talsverður niðurskurður þegar þetta safnast saman,“ segir Frímann.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Frímann Ari, að lækkun verði bæði á húsaleigu- og æfingastyrkjum sem og á framlagi til þjónustu og starfsmanna. Ein af þeim hugmyndum sem eru uppi á borðinu sé að ná fram sparnaði með því að leggja niður íþróttaskólann, sem rekinn hefur verið fyrir 6 ára börn gjaldfrjáls um nokkurra ára skeið. Síðasta vetur var íþróttaskólinn starfræktur í 33 grunnskólum með alls 1.116 börnum. Í haust var svo 7 ára börnum bætt við.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert