Mikil áhætta ríkissjóðs

Nefndarmennirnir Lee Buchheit og Guðmundur Árnason á kynningarfundi vegna nýja …
Nefndarmennirnir Lee Buchheit og Guðmundur Árnason á kynningarfundi vegna nýja samkomulagsins í gærkvöld. mbl.is/Kristinn

Heildaráhætta ríkissjóðs vegna nýs samkomulags um ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) hleypur á hundruðum milljarða króna. Í gær var nýjasta samkomulagið sem íslenska ríkið hefur náð við ríkisstjórnir Breta og Hollendinga kynnt landsmönnum.

Vaxtabyrði á kröfum þjóðanna tveggja minnkar umtalsvert frá því sem Svavarssamningarnir hljóðuðu upp á, eða úr 5,55% í 3,2%. Krafa TIF í þrotabú Landsbankans nemur 674 milljörðum króna, en það er sú skuld sem ríkissjóður ábyrgist að greiðist upp í topp, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um Icesave-samninginn í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt nýjasta uppgjöri skilanefndar Landsbankans er áætlað reiðufé í eigu skilanefndarinnar 348 milljarðar króna í lok þessa árs og verðmæti skuldabréfs á NBI var 282 milljarðar. TIF á tilkall til um 52% af eignum skilanefndarinnar. Mismunur heildarkröfu TIF og hlutdeildar sjóðsins í þeim eignum sem nefndar eru, nemur um 381 milljarði króna. Ef 52% hlutdeild TIF í væntu sjóðstreymi af eignum Landsbankans mun ekki duga fyrir þeirri upphæð, mun hún lenda á ríkissjóði ef lög um ríkisábyrgð á skuldbindingum TIF öðlast gildi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert