Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla harðlega útfærslu umhverfisgjalds í frumvarpi fjármálaráðherra um farþega- og gistináttagjald sem lagt hefur verið fram.
Fram kemur í tilkynningu að fyrirtæki í ferðaþjónustu þoli illa auknar álögur og þarna sé verið að leggja til flókið og illframkvæmanlegt kerfi sem leggi of þungar byrðar á fyrirtækin.
Gert sé ráð fyrir að sjóðurinn verði 400 milljónir kr. á ári sem sé 8-10 sinnum hærri upphæð en stjórnvöld hafi talið hæfilegt að setja í málaflokkinn fram að þessu.
Þar að auki eigi að tvískipta sjóðnum til að tvö ráðuneyti geti komið að málinu og sé það til að flækja málið enn meira en orðið sé.
Mikilvægt sé núna að slátra ekki mjólkurkúnni með síauknum gjöldum.