„Risaáfangi í endurreisn Íslands“

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. mbl.is/Eggert

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fagnar nýja Icesave-samkomulaginu, sem kynnt var í gær. Samningurinn er að hans mati risaáfangi í endurreisn Íslands og ekki sanngjarnt að bera nýjan samning við þann gamla. Þetta kom fram í viðtali við Steingrím á Rás2 í morgun.

Steingrímur sagði að það hefði verið skaðlegt fyrir þjóðina að hafa ekki leyst málið fyrr. Hann sagði áhættuna nú vera takmarkaða þar sem nú lægi fyrir hvað fengist fyrir kröfur á hendur gamla Landsbankanum.

Steingrímur sagði eldri samning hafa verið gerðan við allt aðrar aðstæður og Ísland ekki í stöðu til að taka strax á sig greiðslur, þá hefði verið nauðsynlegt að fá lánað til langs tíma og ekki hefði verið nægur gjaldeyrisforði til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert