Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að spítalinn hafi fengið bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem segir að ákveðið hafi verið að sameina Landspítala og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og að sameiningin eigi að taka gildi 1. febrúar á næsta ári.
Fram kemur í föstudagspistli sem Björn skrifar á vef Landspítalans að skipuð hafi verið verkefnisstjórn yfir sameiningunni.
Þá segir hann að bráðabirgðauppgjör spítalans fyrir fyrstu 11 mánuði ársins liggi nú fyrir. Það sýni að rekstur spítalans sé í jafnvægi.
„Ef tölur eru
skoðaðar sést t.d. að launakostnaður spítalans fyrstu 11 mánuði ársins
hefur lækkað um 1.400 milljónir. Þetta hefði aldrei gengið nema með
samstilltu átaki hjá öllu starfsfólki spítalans og er frábær árangur á
samdráttartímum,“ skrifar Björn.