Stjórn BSRB samþykkti í dag áskorun til Alþingismanna vegna fjárlagafrumvarpsins. „Þingmenn eru hvattir til þess að sjá til þess að niðurskurðartillögur frumvarpsins höggvi ekki að rótum velferðarkerfisins og til að verja velferðina."
Ályktun stjórnar BSRB:
„Stjórnarfundur BSRB, haldinn 10. desember 2010, hvetur Alþingismenn til þess að hafna dýrkeyptum niðurskurði fjárlagafrumvarpsins. Forfeður okkar byggðu velferðarkerfið upp í gegnum súrt og sætt, bágindi og kröpp kjör. Frumvarpið hefur skánað í meðförum þingsins, en betur má ef duga skal. Það er undir hverjum og einum þingmanni komið að tryggja að fjárlagafrumvarpið höggvi ekki að rótum velferðarkerfisins. Verjum velferðina!"