Úrslitaatriði að fá Buchheit að borðinu

Ögmundur Jónasson, dóms- og samgönguráðherra.
Ögmundur Jónasson, dóms- og samgönguráðherra. mbl.is/Ómar

Ögmundur Jónasson, dóms- og samgönguráðherra, segir að það hafi verið úrslitaatriði að fá bandaríska lögfræðinginn Lee Buchheit til að aðstoða íslensk stjórnvöld í Icesave-deilunni. Þá bendir Ögmundur á að það hafi verið Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, sem hafi fengið Buchheit að borðinu.

„Snemma sumars 2009 kom hann hingað til lands að áeggjan Guðfríðar Lilju og átti hann þá einnig að hennar frumkvæði fund með íslenskum ráðamönnum. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári að Bucheit kom inn í samninganefndina, aftur að áeggjan Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur þótt ýmsir aðrir tækju nú undir.

Mat hennar á hæfileikum Buchheits við skákborð þessara erfiðu samninga hygg ég að hafi verið rétt,“ skrifar Ögmundur á bloggsíðu sína.

Þar segir hann ennfremur að niðurstaðan sem nú liggi fyrir í Icesave-deilunni sé á engan hátt saman að jafna við þá niðurstöðu sem þing og þjóð stóðu frammi fyrir haustið 2009, sem hafi síðan verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr á árinu. Þar muni tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka