Vilja vefmyndavélar á Íslandi

Hvernig ætli það sé að njóta Landmannalauga frá Höfðaborg eða …
Hvernig ætli það sé að njóta Landmannalauga frá Höfðaborg eða Pekíng? mbl.is/Árni Sæberg

Þingálykt­un­ar­til­laga um að koma upp nettengd­um mynda­vél­um á allt að 150 stöðum á Íslandi var lögð fram á Alþingi í gær. Mynda­vél­arn­ar yrðu staðsett­ar á feg­urstu og sér­kenni­leg­ustu stöðum lands­ins en í til­lög­unni kem­ur fram að slíkt nettengt safn yrði fyrsta sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um og kæmi til með að skapa mögu­leika á land­kynn­ingu í þágu ferðaþjón­ustu, sögu, menn­ing­ar og at­vinnu­lífs. „Þannig væri hægt að upp­lifa Ísland á líðandi stundu hvaðan sem er úr heim­in­um og kitla taug­ar til frek­ari kynna.“

Í til­lög­unni seg­ir: „Alþingi álykt­ar að skora á mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra að hefja nú þegar und­ir­bún­ing og upp­setn­ingu vef­mynda­safns­ins.“ Þar kem­ur einnig fram að Þings­álykt­un­ar­til­laga sama efn­is hafi áður verið flutt

Þeir þing­menn sem lögðu fram til­lög­una eru: Árni Johnsen, Ásbjörn Ótt­ars­son, Ró­bert Mars­hall, Björg­vin G. Sig­urðsson, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Mar­grét Tryggva­dótt­ir, Odd­ný G. Harðardótt­ir, Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, Ragn­heiður E. Árna­dótt­ir, Ólöf Nor­dal, Jón Gunn­ars­son, Siv Friðleifs­dótt­ir, Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, Kristján Þór Júlí­us­son, Tryggvi Þór Her­berts­son, Sig­urður Kári Kristjáns­son.

Til­lög­una má nálg­ast í heild sinni á vef Alþing­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert