Vilja vefmyndavélar á Íslandi

Hvernig ætli það sé að njóta Landmannalauga frá Höfðaborg eða …
Hvernig ætli það sé að njóta Landmannalauga frá Höfðaborg eða Pekíng? mbl.is/Árni Sæberg

Þingályktunartillaga um að koma upp nettengdum myndavélum á allt að 150 stöðum á Íslandi var lögð fram á Alþingi í gær. Myndavélarnar yrðu staðsettar á fegurstu og sérkennilegustu stöðum landsins en í tillögunni kemur fram að slíkt nettengt safn yrði fyrsta sinnar tegundar í heiminum og kæmi til með að skapa möguleika á landkynningu í þágu ferðaþjónustu, sögu, menningar og atvinnulífs. „Þannig væri hægt að upplifa Ísland á líðandi stundu hvaðan sem er úr heiminum og kitla taugar til frekari kynna.“

Í tillögunni segir: „Alþingi ályktar að skora á mennta- og menningarmálaráðherra að hefja nú þegar undirbúning og uppsetningu vefmyndasafnsins.“ Þar kemur einnig fram að Þingsályktunartillaga sama efnis hafi áður verið flutt

Þeir þingmenn sem lögðu fram tillöguna eru: Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Róbert Marshall, Björgvin G. Sigurðsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Margrét Tryggvadóttir, Oddný G. Harðardóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ólöf Nordal, Jón Gunnarsson, Siv Friðleifsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Tryggvi Þór Herbertsson, Sigurður Kári Kristjánsson.

Tillöguna má nálgast í heild sinni á vef Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka