141 milljarðs skuldbinding íslenska ríkisins utan efnahagsreiknings

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Þorkell

Íslenska ríkið tryggir Arion fyrir öllum skaða sem kann að verða vegna yfirtöku bankans á innlánum Spron á sínum tíma.

Að sama skapi tryggir ríkið Íslandsbanka fyrir lausafjáráhættu í tengslum við yfirtöku bankans á útlánum Straums með því að skuldbinda sig til þess að láta bankann fá ríkiskuldabréf sem eru veðhæf hjá Seðlabankanum.

Þessar skuldbindingar er ekki að finna í ríkisreikningi síðasta árs og gagnrýnir Ríkisendurskoðun það í skýrslu sinni um reikninginn, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þó að lausafjárstaða Arion og Íslandsbanka sé góð hafa báðir bankarnir nýtt heimildir sínar vegna samninga um yfirtöku innlánanna í endurhverfum viðskiptum við Seðlabankann að undanförnu.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Seðlabankinn hafi neitað að taka við skuldabréfinu í þrotabú Spron í endurhverfum viðskiptum við Arion og því hafi fjármálaráðuneytið neyðst til þess að láta bankann fá veðhæf ríkisskuldabréf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert