Bestu piparkökuhúsin verðlaunuð

mynd/Kristinn

Veitt voru verðlaun í piparkökuhúsaleik Kötlu í Smáralind í dag. Þá fengu eigendur fallegustu og bestu húsanna viðurkenningu fyrir handverk sitt.  Voru veitt fyrstu, önnur og þriðju verðlaun í fullorðinsflokki og fimm verðlaun fyrir 1.-5. sæti í barnaflokki.

Fyrstu verðlaun í fullorðinsflokki hlaut Erna Karlsdóttir fyrir Skakkabæ, í öðru sæti var Kjartan Gíslason fyrir fljúgandi skip í loftbelg og í þriðja sæti var hús Sonju B. Guðfinnsdóttur.

Í barnaflokki fengu verðlaun þau Signý og Eygló Mjöll Óladætur, Auður og Sigurbjörg, Aníta Ósk Kjærnested, Patrekur Máni og Bjarki Már og Leikskólinn Rjúpnahæð.

Örn Árnason og Edda Björgvinsdóttir í gervi eiginkonu jólasveinsins veittu verðlaunin og við það tækifæri sungu börnin á Leikskólanum Rjúpnahæð jólalög.

Piparkökuhúsin eru nú til sýnis í Smáralind í Kópavogi og á Glerártorgi á Akureyri og verða þau þar frammi til 20. desember nk. en þá geta eigendur þeirra sótt þau og notið þeirra yfir hátíðirnar.
 

Leikskólinn Rjúpnahæð vann til verðlauna.
Leikskólinn Rjúpnahæð vann til verðlauna. mbl.is/Kristinn
Verðlaun veitt í barnaflokki.
Verðlaun veitt í barnaflokki. mynd/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka