Bjartsýnni um 20 milljarða

Samninganefndin kynnir Icesave-samninginn.
Samninganefndin kynnir Icesave-samninginn. mbl.is/Kristinn

Samn­inga­nefnd Íslands í Ices­a­ve-deil­unni er bjart­sýnni á end­ur­heimt­ur úr þrota­búi Lands­bank­ans en skila­nefnd þessa sama banka. Samn­inga­nefnd­in ger­ir ráð fyr­ir að eign­ir bank­ans muni aukast að verðmæti um 20 millj­arða og er verðmatið þeim mun hærra en sem kem­ur fram í mati skila­nefnd­ar­inn­ar.

Helm­ing­ur­inn af þess­ari verðmæta­aukn­ingu renni til greiðslu á Ices­a­ve. Til að kostnaðaráætl­un samn­inga­nefnd­ar­inn­ar stand­ist mega eign­ir Lands­bank­ans ekki lækka í verði, seg­ir í frétta­skýr­ingu um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

„Bank­inn hef­ur ekk­ert að segja um hvernig aðrir túlka það, en þetta er kjarn­inn í nýj­asta mat­inu sem gert hef­ur verið inn­an bank­ans. Við höf­um ekk­ert frek­ar um málið að segja, þeir sem kunna að túlka matið á ann­an hátt verða að svara fyr­ir það með hvaða hætti þeir lesa úr því,“ seg­ir í svari skila­nefnd­ar Lands­bank­ans við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert