Fréttaskýring: Landið tekið að rísa þrátt fyrir Icesave

„Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að …
„Ég var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér,“ sagði Svavar Gestsson. mbl.is/Kristinn

„Ég lofa þér því að það er í sjón­máli að hann, og hans fólk, landi glæsi­legri niður­stöðu fyr­ir okk­ur,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, um samn­ingaviðræður Svavars Gests­son­ar við Breta og Hol­lend­inga um lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar, í viðtali við kosn­inga­sjón­varp mbl.is. Síðan hann lét um­mæl­in falla, hinn 23. mars 2009, hafa tvenn­ir samn­ing­ar verið kynnt­ir og Alþingi samþykkt ann­an. Þeim samn­ingi var hafnað með fá­dæma af­ger­andi hætti í þjóðar­at­kvæðagreiðslu fyrr á þessu ári.

Áhersla á að ljúka mál­inu

Stein­grím­ur sagðist í áður­nefndu viðtali bera ábyrgð á störf­um „Svavars­nefnd­ar­inn­ar,“ hverr­ar niður­stöðu var hafnað af þjóðinni. Hann hef­ur verið öt­ull talsmaður þess að mál­inu sé lokið með samn­ing­um, og mik­il­vægt að það sé gert sem fyrst, þar sem það standi efna­hags­bata Íslands fyr­ir þrif­um.

Svavar Gests­son sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið, í kjöl­far þess að samn­ing­ar náðust, að mik­il áhersla hafi verið lögð á að klára málið, þar sem hann hafi verið orðinn „leiður á því að hafa þetta hang­andi yfir [sér].“

Í umræðum um þann samn­ing sagði Stein­grím­ur þau láns­kjör sem samn­ing­ur­inn fæli í sér þau hag­stæðustu sem Ísland gæti fengið. Ef þing­menn felldu hann myndu öll aðgerðaplön stranda, „og þá [kæmi] októ­ber aft­ur“. Um svipað leyti lét hann hafa það eft­ir sér að málið væri of flókið til þess að því yrði vísað í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Málið kom hins veg­ar á end­an­um til kasta þjóðar­inn­ar, sem hafnaði samn­ing­un­um.

Hætta á ein­angr­un Íslands

Í stefnuræðu sinni við setn­ingu Alþing­is í októ­ber 2009 sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra: „Ef við vilj­um ekki ein­angr­ast sem þjóð og loka öll­um sam­skipta­leiðum við alþjóðasam­fé­lagið er okk­ur nauðugur einn kost­ur að leiða Ices­a­ve-málið til lykta.“ End­ur­reisn at­vinnu­lífs­ins yrði teflt í tví­sýni og at­vinnu­leysi yk­ist stór­um ef það yrði ekki gert. Tæp­um þrem­ur mánuðum síðar synjaði Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, Ices­a­ve-lög­un­um staðfest­ing­ar. Ákvörðun sinni til stuðnings vísaði hann meðal ann­ars til þess að ljóst væri að mik­ill meiri­hluti lands­manna væri and­snú­inn lög­un­um. Ekki væri hægt að líta fram hjá vilja þjóðar­inn­ar.

Ráðamenn lýstu mikl­um von­brigðum með fram­ferði for­set­ans, og sagði Stein­grím­ur meðal ann­ars að skamm­tíma­verk­efnið væri nú að „draga úr þeim skaða sem orðspor Íslands hef­ur beðið og byggja trú­verðug­leik­ann upp að nýju,“ en hann hefði tap­ast með synj­un for­seta. Paul Myners, þáver­andi banka­málaráðherra Bret­lands, gaf Íslend­ing­um ekki ástæðu til bjart­sýni, og var ómyrk­ur í máli. Hann sagði að ef Íslend­ing­ar myndu falla frá sam­komu­lag­inu jafn­gilti það því að Ísland væri „í raun að segja að það vildi ekki vera hluti af alþjóðakerf­inu í stjórn­mál­um.“

Um­skipti þrátt fyr­ir töf


Þrösk­uld­ur­inn

Önnur „Ices­a­ve-aðventa“

Nú þegar nýj­um samn­ing­um hef­ur verið landað má gera ráð fyr­ir því að kapp verði lagt á að mæla fyr­ir frum­varpi um samþykkt þeirra á Alþingi. Að því gefnu að þingið samþykki frum­varpið munu bönd­in á ný ber­ast að for­set­an­um. Erfitt er að meta mögu­leg­ar af­leiðing­ar þess að hann synji lög­un­um staðfest­ing­ar, en ljóst er að það yrði rík­is­stjórn­inni afar þungt. Sé mið tekið af rök­stuðningi for­set­ans fyr­ir synj­un­inni í árs­byrj­un er þó óhætt að gera ráð fyr­ir því að hann horfi til þjóðar­inn­ar. Lík­legt má telja að ófá jóla­boðin lit­ist af því – annað árið í röð.

Vissu ekki af ákvörðun­inni

Sam­skipt­in voru þó ekki nán­ari en svo að Jó­hanna frétti ekki af niður­stöðu for­seta fyrr en hann kynnti hana þjóðinni í fjöl­miðlum. For­set­inn sagði hins veg­ar á blaðamanna­fund­in­um að hann hefði þegar kynnt for­svars­mönn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar niður­stöðu sína.

Samúð með málstað Íslend­inga

„Íslend­ing­ar eru sann­ar­lega óskamm­feiln­ir. Þegar for­seti þeirra stöðvaði sam­komu­lag um að landið greiddi Bret­um og Hol­lend­ing­um 3,9 millj­arða evra skuld sína skoruðu Íslend­ing­ar um­heim­inn á hólm. Sú ákvörðun hef­ur reynst þeim vel,“ á þess­um orðum hefst rit­stjórn­arp­ist­ill í enska dag­blaðinu Fin­ancial Times þann 26. fe­brú­ar síðastliðinn.

Þegar pist­ill­inn birt­ist hafði þjóðin enn ekki greitt at­kvæði um samn­ing­inn, en að mati pistla­höf­und­ar hafði þróun mála frá synj­un for­seta reynst Íslend­ing­um vel. Bret­ar og Hol­lend­ing­ar litu til dæm­is út eins og yf­ir­gangs­segg­ir vegna fram­göngu sinn­ar í mál­inu. Þrátt fyr­ir þetta sé hólm­gang­an ekki áhættu­laus. Íslend­ing­ar gætu átt það á hættu að ein­angr­ast á alþjóðavett­vangi ef alls eng­in niðurstaða feng­ist í málið.

Wolfgang Hans­son, pistla­höf­und­ur hjá Aft­on­bla­det, einu mest lesna blaði Svíþjóðar, sagði í aðdrag­anda þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar að hann gæti „á viss­an hátt skilið [Íslend­inga],“ sem hefðu þegar þjáðst vegna hruns banka­kerf­is­ins. Inn­stæðueig­end­ur hefðu fengið greitt í kjöl­far póli­tískr­ar ákvörðunar yf­ir­valda Bret­lands og Hol­lands, sem hafi ótt­ast póli­tísk­ar af­leiðing­ar þess að gera það ekki. „Kannski ættu þeir að taka á sig hluta kostnaðar­ins.“

Steingrímur J. Sigfússon
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son mbl.is/​Eggert
Jóhanna Sigurðardóttir.
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir.
Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnús­son. mbl.is/Ó​mar
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert