Reikningar bankanna þriggja rannsakaðir

Sérstakur saksóknari hefur látið rannsaka reikninga og uppgjör allra stóru viðskiptabankanna þriggja fyrir hrun. Skýrsla um Kaupþing er væntanleg innan skamms, að því er kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV.

Kom fram að samanlagt hafi uppgefin hagnaður stóru bankanna verið nærri 140 milljarðar kr. árið 2007. Franskir og norskir sérfræðingar sérstaks saksóknara telji hann að miklu byggðan á sandi. Í árslok 2007, jafnvel fyrr, hafi Landsbankinn og Glitnir verið komnir að fótum fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka