Reikningar bankanna þriggja rannsakaðir

Sér­stak­ur sak­sókn­ari hef­ur látið rann­saka reikn­inga og upp­gjör allra stóru viðskipta­bank­anna þriggja fyr­ir hrun. Skýrsla um Kaupþing er vænt­an­leg inn­an skamms, að því er kom fram í sjón­varps­frétt­um RÚV.

Kom fram að sam­an­lagt hafi upp­gef­in hagnaður stóru bank­anna verið nærri 140 millj­arðar kr. árið 2007. Fransk­ir og norsk­ir sér­fræðing­ar sér­staks sak­sókn­ara telji hann að miklu byggðan á sandi. Í árs­lok 2007, jafn­vel fyrr, hafi Lands­bank­inn og Glitn­ir verið komn­ir að fót­um fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert