Samtök iðnaðarins (SI) fagna þeirri ákvörðun stjórnvalda að hefja framkvæmdir við fjögur stór samgönguverkefni til viðbótar við hefðbundnar framkvæmdir Vegagerðarinnar sem unnar séu samkvæmt vegaáætlun. Samtökin segja að hundruð starfa hafi nú verið tryggð á næsta ári.
„Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir iðnaðinn því verkefnaskortur hefur neytt verktakafyrirtæki til að draga stórkostlega úr starfssemi sinni“, segir Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins, í tilkynningu.
SI segir að það megi ætla að nær 500 manns þurfi til framkvæmdanna strax á næsta ári, en framkvæmdir þess árs séu áætlaðar fyrir rétt tæpa 6 miljarða króna. Alls eigi að verja 40 miljörðum króna til þessara verkefna á allra næstu árum.
Verkefnin fjögur eru
Suðurlandsvegur
að Selfossi, Vesturlandsvegur að Hvalfjarðargöngum, Reykjanesbraut
suður fyrir Straum og Vaðlaheiðargöng. Öll hafa þessi verkefni verið
vegin og metin sem
ábatasöm fyrir íslenskt samfélag.