Fréttaritari breska blaðsins The Guardian á loftslagsráðstefnunni í Cancún í Mexíkó hrósar tillögu Íslendinga um að vernd og endurheimt votlendis verði viðurkennd leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á vefsíðu blaðsins.
„Ef þið eruð fyrir mór, þá getið þið fagnað. Eftir fjögur löng ár af viðræðum eru drög að texta Kyoto-sáttmálans um votlendi tilbúin. Hið ótrúlega fyrir baráttumenn þessa þá mun þetta leyfa löndum að draga úr útblæstri sínum frá uppþornuðum votlendum með því að veita aftur vatni á þau. Þetta er stórt skref fram á við og við skulum taka hattinn ofan fyrir Íslandi og Hvíta-Rússlandi,“ skrifar John Vidal, fréttaritari blaðsins, sem staddur er í Cancún.
Gengið var frá tæknilegri skilgreiningu á framkvæmd tillögu Íslands í Cancún, en endanleg samþykkt hennar bíður samkomulags um framhald Kýótó-bókunarinnar.
Bein lýsing Guardian frá ráðstefnunni.