Votlendistillögum Íslands hrósað

Frétta­rit­ari breska blaðsins The Guar­di­an á lofts­lags­ráðstefn­unni í Cancún í Mexí­kó hrós­ar til­lögu Íslend­inga um að vernd og end­ur­heimt vot­lend­is verði viður­kennd leið til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda á vefsíðu blaðsins.

„Ef þið eruð fyr­ir mór, þá getið þið fagnað. Eft­ir fjög­ur löng ár af viðræðum eru drög að texta Kyoto-sátt­mál­ans um vot­lendi til­bú­in. Hið ótrú­lega fyr­ir bar­áttu­menn þessa þá mun þetta leyfa lönd­um að draga úr út­blæstri sín­um frá uppþornuðum vot­lend­um með því að veita aft­ur vatni á þau. Þetta er stórt skref fram á við og við skul­um taka hatt­inn ofan fyr­ir Íslandi og Hvíta-Rússlandi,“ skrif­ar John Vi­dal, frétta­rit­ari blaðsins, sem stadd­ur er í Cancún.

Gengið var frá tækni­legri skil­grein­ingu á fram­kvæmd til­lögu Íslands í Cancún, en end­an­leg samþykkt henn­ar bíður sam­komu­lags um fram­hald Kýótó-bók­un­ar­inn­ar.

Bein lýs­ing Guar­di­an frá ráðstefn­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert