Vilja að ríkið höfði mál

PriceWaterhouseCoopers.
PriceWaterhouseCoopers. mbl.is/Golli

Lilja Móses­dótt­ir, formaður viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, vill að ríkið höfði skaðabóta­mál á hend­ur PriceWater­hou­seCoo­pers og banda­ríska móður­fé­lag­inu, reyn­ist hörð gagn­rýni er­lendra sér­fræðinga á vinnu­brögð fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir Glitni og Lands­bank­ann á rök­um reist. Þetta kom fram í há­deg­is­frétt­um RÚV.

Tek­ur hún í sama streng og Sig­urður Kári Kristjáns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem sagði í Kast­ljósþætti í gær­kvöldi að höfða ætti skaðabóta­mál reyn­ist grun­ur­inn á rök­um reist­ur.

Fram kem­ur að Lilja vilji að sér­stak­ur sak­sókn­ari kanni hvort skýrsl­ur er­lendu sér­fræðing­anna, sem unn­ar voru fyr­ir embætti sér­staks sak­sókn­ara að frum­kvæði Evu Joly, séu grund­völl­ur fyr­ir sak­a­rann­sókn á fyr­ir­tæk­inu.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG.
Lilja Móses­dótt­ir, þingmaður VG.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sig­urður Kári Kristjáns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert