Unnið að farsælli lausn

Menntaskólinn Hraðbraut.
Menntaskólinn Hraðbraut. mbl.is/Ómar

Ólaf­ur Hauk­ur John­son, skóla­stjóri Mennta­skól­ans Hraðbraut­ar, seg­ir að unnið sé að far­sælli lausn varðandi framtíð skól­ans með hags­muni nem­enda, aðstand­enda og starfs­manna að leiðarljósi. Það sé mat mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is að ekki skuli samið um áfram­hald­andi starf skól­ans við nú­ver­andi eig­end­ur.

Þetta kem­ur fram í at­huga­semd sem Ólaf­ur birti á vef skól­ans í dag. Hún er svohljóðandi:

„Formaður og var­formaður mennta­mála­nefnd­ar hafa látið frá sér fara að mat nefnd­ar­inn­ar sé að ekki skuli samið um áfram­hald­andi starf skól­ans við nú­ver­andi eig­end­ur. Úttekt nefnd­ar­inn­ar um starf skól­ans ligg­ur þó ekki fyr­ir. Rétt er að minna á að loka­ákvörðun um fjár­stuðning við skól­ann er hjá ráðherra og Alþingi. Á meðan málið er á þessu stigi er ekki hægt að tjá sig frek­ar um það en unnið er far­sælli lausn þess með hags­muni nem­enda, aðstand­enda og starfs­manna að leiðarljósi,“ skrif­ar Ólaf­ur.

Fram kom á mbl.is í gær að annað hvort verði samið við aðra skóla um að bjóða upp á tveggja ára nám eða kenn­ar­ar við Hraðbraut verði fengn­ir til að stofna fé­lag um rekst­ur hans svo nem­end­ur skól­ans geti klárað nám sitt. Meiri­hluti mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is vilji að hætt verði að veita fjár­magni til skól­ans og að út­tekt verði gerð á samn­ing­um rík­is­ins við einka­rekna skóla.

Fram kom í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar í haust að á sjö ára tíma­bili hafi ríkið greitt 192 millj­ón­um króna meira til Hraðbraut­ar en því hafi borið að gera. Á þessu tíma­bili hafi mennta­skól­inn greitt eig­end­um sín­um 82 millj­ón­ir kr. í arð, án þess að hafa í raun bol­magn til þess. Þá seg­ir í skýrsl­unni að lána­starf­semi skól­ans til tengdra aðila hafi verið í and­stöðu við sam­starfs­samn­ing við ríkið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert