Bannað að nota fjölfosföt í saltfisk

Kristján Kristjánsson

Matvælastofnun (MAST) hefur í dag sent öllum saltfiskframleiðendum bréf með fyrirmælum um að hætta blöndun fjölfosfata í saltfisk og léttsaltaðan fisk.  Fjölfosföt eru leyfð í ýmis matvæli en í fiskframleiðslu er notkun þeirra einungis leyfð í óunninn frystan fisk, s.s. frosin fiskflök, en þá ber að geta þeirra í innihaldslýsingu.

Þó að bréf stofnunarinnar sé sent til allra saltfiskverkenda er ljóst að þeir eru ekki allir að blanda fosfötum í framleiðslu sína og hefur bréfið því aðeins upplýsingalegt gildi fyrir suma þeirra, segir á vef MAST.

Það er von MAST að framleiðendur fari að fyrirmælum stofnunarinnar en verði eftirlitsmenn varir við óheimila notkun fjölfosfata mun sú starfsemi verða stöðvuð. Framleiðendur skulu fjarlægja öll fosföt af framleiðslustað ef þar eru eingöngu unnar afurðir sem ekki má setja fosföt í, segir enn fremur á vef MAST.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert