Breyta á lögum um Stjórnarráðið

Frá blaðamannafundinum í Þjóðmennignarhúsinu.
Frá blaðamannafundinum í Þjóðmennignarhúsinu. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Forsætisráðuenytið hefur nú hafið vinnu á frumvarpi til breytinga á lögum um Stjórnarráð Íslands. Meðal annars verður lagt til að pólitískum aðstoðarmönnum verði fjölgað, sérstakri mannauðseiningu verði komið á fót og að hlutverk ráðherra sé skilgreint með skýrum hætti í lögum.

Þetta kom fram á fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag þar sem nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að endurskoða lög um Stjórnarráðið kynnti niðurstöður sínar. Í nefndinni sátu Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur, Páll Þórhallsson skrifstofustjóri, Hafdís Ólafsdóttir skrifstofustjóri en Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætiráðuneytinu var formaður hennar.

 Nefndin telur að fella eigi brott ákvæði laganna þar sem heiti ráðuneyta eru tilgreind og að með því skapist svigrúm fyrir ríkisstjórn hverju sinni. Lagt er til að verklag við ráðningu æðstu embættismanna og annarra starfsmanna verði bætt en til þess á að leggja áherslu á hæfnisnefndir.

 Þá telur nefndin æskilegt að tryggja með einhverjum hætti pólitíska samábyrgð ríkisstjórna í ákveðnum málum.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á fréttamannafundinum að hún vonaðist til að geta lagt fram frumvarp til breytinga eftir áramót.

Stjórnarráðshúsið.
Stjórnarráðshúsið. Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert