Ekki okkar hausverkur heldur stjórnarinnar

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Benediktsson á Alþingi. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hann muni ekki taka þátt í flutningi frumvarps um nýja Icesave-samkomulagið. Frumvarpið verður sennilega lagt fyrir Alþingi á næstu dögum.

Bjarni segir að nú sé verið að reyna að beina kastljósinu að stjórnarandstöðunni og fylgst náið með hvernig hún muni taka á málinu. Hann segir málið vera hausverk ríkisstjórnarinnar, ekki stjórnarandstöðunnar.

„Við munum taka afstöðu til þessa máls þegar við höfum fengið umsagnir, útreikninga og okkur hefur gefist tóm til að ígrunda lagalegar áhættur og fengið góða yfirsýn yfir þá efnahagslegu þætti sem menn telja að muni dragast verði málið enn í ágreiningi,“ segir Bjarni. „Ríkisstjórnin verður að standa á eigin fótum við framlagningu málsins og hafi hún ekki burði til þess þá erum við með ríkisstjórn sem getur ekki samið við aðrar þjóðir og slíkri ríkisstjórn er ekki stætt.“

Bjarni telur að þrír áhættuþættir liggi fyrir í málinu: Staða krónunnar á greiðslutímanum, staða innistæðna þrotabús Landsbankans og hvaða lagalega áhætta fylgi því að ganga lengra með málið.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert