Fulltrúar stjórnmálaflokkanna funduðu í dag um þinglega meðferð Icesave samningsins. Fundurinn hófst rúmlega þrjú og stóð yfir í um 15 mínútur.
Til fundarins mættu þau Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni og Sigurður Ingi Jónasson, Framsóknarflokki.
Ekki hefur náðst í fundarmenn um hvað fram fór en víst þykir að stjórnarflokkarnir leiti eftir samvinnu allra flokka við framlagningu frumvarps sem veitir fjármálaráðherra heimild til að staðfesta Icesave samningana.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir i Morgunblaðinu í dag að ríkisstjórnin verði að standa á eigin fótum við framlagningu málsins.