Icesave tekið fyrir á fimmtudaginn

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Árni Sæberg

Ákveðið hefur verið að leggja hinn nýja Icesave samning fyrir Alþingi næsta fimmtudag og fær samningurinn í þinglega meðferð fljótlega eftir áramót þegar þing kemur aftur saman 17. janúar.

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að frumvarp um samningana verði lagt fyrir sem stjórnarfrumvarp. 

„Það voru uppi hugmyndir um að formenn allra flokka myndu standa saman að frumvarpinu en ekki náðist samstaða um það,“ segir Margrét. Það helgist aðallega af því að formenn flokkana geti ekki kynnt sér málið nægilega vel fyrir fimmtudaginn enda liggi því til grundvallar flóknar lögfræðiskýrslur. Því sé eðlilegra að ríkisstjórnin standi að framlagningu frumvarpsins. 

Margrét Tryggvadóttir alþingismaður segir að ekki hafi náðst samstaða um …
Margrét Tryggvadóttir alþingismaður segir að ekki hafi náðst samstaða um að formenn flokkana legðu fram frumvarp um Icesave samningana. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert