Leggja til að útgjöld lækki um 49,9 milljarða

Ólafur Örn Nielsen, formaður SUS, afhenti í dag Steingrími J. …
Ólafur Örn Nielsen, formaður SUS, afhenti í dag Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, tillögur um sparnað í ríkisrekstri

Stjórn SUS tel­ur að vel sé hægt að spara í rekstri rík­is­ins og legg­ur til að út­gjöld rík­is­ins verði lækkuð um 49,9 millj­arða króna í bein­um niður­skurði, án þess að hróflað verði við vel­ferðar-, heil­brigðis- eða mennta­kerf­inu.

Ólaf­ur Örn Niel­sen, formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna (SUS), af­henti í dag Stein­grími J. Sig­fús­syni, fjár­málaráðherra,sparnaðar­til­lög­ur ungra sjálf­stæðismanna á fjár­lög­um næsta árs.
Þetta er annað árið í röð sem ung­ir sjálf­stæðis­menn kynna sparnaðar­til­lög­ur sín­ar, seg­ir í til­kynn­ingu.

Þess utan er gerð krafa um 5% flata hagræðingu á eft­ir­stand­andi liði. Að því viðbættu myndu út­gjöld rík­is­ins lækka um tæpa 54,5 millj­arða á næsta ári.

Öll fram­lög til ný­sköp­un­ar, at­vinnu­sköp­un­ar og iðnaðar­rann­sókn­ar verði af­num­in


Ekki er hróflað við bóta­kerf­inu.
Lagt er til að Neyt­enda­stofa, Lýðheilsu­stöð, Jafn­rétt­is­stofa, embætti Rík­is­sátta­semj­ara, Sam­keppnis­eft­ir­litið, Ferðamála­stofa og aðrar óþarfar stofn­an­ir verði lagðar niður.
Lagt er til að öll lista­söfn, leik­hús, sin­fón­íu­hljóm­sveit­in og aðrar menn­ing­ar­stofn­an­ir verði ým­ist lagðar niður eða afli sér fjár með öðrum hætti en úr vasa skatt­greiðenda. Þá er lagt til að hætt verði við bygg­ingu tón­list­ar­húss­ins í Reykja­vík.
Lagt er til að öll fram­lög í rann­sókn­ar­sjóði verði lög niður og slík­ir sjóðir lifi af sér­tekj­um eða afli sér fjár með öðrum hætti en úr vös­um skatt­greiðenda.
Lagt er til að RÚV verði lagt niður eða selt, og um leið tekið af fjár­lög­um.
Lagt er til að um­sókn Íslands að ESB verði dreg­in til baka.
Lagt er til að öll skóg­rækt­ar­verk­efni rík­is­ins verði lög niður, þ.m.t. Land­græðsla rík­is­ins og Skóg­rækt rík­is­ins.
Lagt er til að öll fram­lög til stjórn­mála­flokka verði af­num­in sem og ráðstöf­un­ar­fé ráðherra.
Lagt er til að öll fram­lög til ný­sköp­un­ar, at­vinnu­sköp­un­ar og iðnaðar­rann­sókn­ar verði af­num­in – enda ekki hlut­verk rík­is­ins að skapa störf.
Lagt er til að jöfn­un­ar­sjóður sveita­fé­laga verði lagður niður und­ir eins.
Lagt er til að stjórn­lagaþingið verði slegið af.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert