Leigja út skurðstofurnar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. mbl.is/Helgi Bjarnason

Skurðstof­urn­ar á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja voru aug­lýst­ar til leigu í dag­blöðunum um helg­ina.  Rekst­ur á skurðstof­un­um var hætt fyr­ir um ári vegna niður­skurðar á fram­lög­um til stofn­un­ar­inn­ar.

Í aug­lýs­ing­unni seg­ir að um sé að ræða tvær skurðstof­ur, önn­ur full­bú­in tækj­um og búnaði, hin búin tækj­um að hluta. Skurðstof­urn­ar eru í nýju hús­næði og er hús­næðið til leigu sam­tals 650 fm.

Þeir sem hafa áhuga á að nán­ari upp­lýs­ing­um eru beðnir um að senda inn gögn og yf­ir­lýs­ingu um áhuga til Rík­is­kaupa fyr­ir 20. des­em­ber.

Umræða hef­ur verið um nokk­urt skeið um að leigja út skurðstof­urn­ar, en tveir fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherr­ar voru ekki fylgj­andi því að stíga slíkt skref.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert