Meira flutt út af lambakjöti en seldist heima

Þorkell Þorkelsson

Meira var selt af lambakjöti úr landi í nóvembermánuði en seldist á innanlandsmarkaði. Slík staða hefur ekki komið upp í meira en 10 ár. Á þessu ári er búið að flytja út tæplega 3.300 tonn af lambakjöti sem er um  36% af heildarsölunni.

Sala á dilkakjöti í nóvembermánuði var 231 tonn samanborið við 249 tonn í nóvember 2009. Sé litið til alls kindakjöts þá seldust 308 tonn í nóvember. Það er 22,4% minna heldur en í nóvember 2009. Hins vegar voru flutt úr landi 431 tonn af kindakjöti í nóvember sem er ríflega 30% meira en í nóvember 2009, að því er fram kemur í frétt frá Landssamtökum sauðfjárbænda.

Í nóvember seldust 555 tonn af kjúklingum sem er 4,2% minna en í nóvember í fyrra. Um 12% minna var framleitt af kjúklingum í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra. Salmonellusmit hefur leitt til minni framleiðslu á kjúklingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert