PwC: Ábyrgðin hjá stjórnendum bankanna

Embætti sérstaks saksóknara
Embætti sérstaks saksóknara mbl.is/Golli

PwC seg­ir í yf­ir­lýs­ingu vegna end­ur­skoðun fé­lags­ins á árs­reikn­ing­um Lands­bank­ans og Glitni fyr­ir árið 2007 að það séu stjórn­end­ur bank­anna, þ.m.t. stjórn­ir og bankaráð, sem bera ábyrgð á upp­gjör­um þeirra. Sú ábyrgð er bæði laga­leg og sam­fé­lags­leg.

„Vinnu­gögn­um Sér­staks sak­sókn­ara og álykt­un­um um meinta sak­a­rann­sókn á hend­ur Pricewater­hou­seCoo­pers ehf (PwC) vegna end­ur­skoðunar fé­lags­ins á árs­reikn­ing­um Lands­bank­ans og Glitn­is fyr­ir árið 2007, hef­ur verið haslaður völl­ur í fjöl­miðlum. Í ljósi þess tel­ur fyr­ir­tækið óhjá­kvæmi­legt að svara fyr­ir sig á sama vett­vangi og veita fjöl­miðlum upp­lýs­ing­ar um end­ur­skoðun sína á Lands­bank­an­um og Glitni eins og fram­ast er unnt sam­kvæmt lög­um.

Í sam­ræmi við þessa stefnu mun PwC birta sam­an­tekt um skýrsl­ur fyr­ir­tækj­anna Cofisys og Lynx Advo­kat­firma þegar búið er að fara í gegn um skýrsl­urn­ar en PwC hef­ur enn ekki fengið aðgang að fylgigögn­um þeirra. Ljóst er að skýrsl­urn­ar eru ófull­gerð vinnu­gögn enda marg­taka skýrslu­höf­und­ar fram að álykt­an­ir þeirra séu dregn­ar með veru­leg­um fyr­ir­vör­um og þurfi að sann­reyna frek­ar.

Sér­stak­lega er varað við því að niður­stöður þeirra séu lagðar til grund­vall­ar frek­ari rann­sókn án þess að fram fari nán­ari at­hug­un á for­send­um. Ekki hef­ur í öll­um til­vik­um verið hirt um að halda fyr­ir­vör­um Cofisys og Lynx Advo­kat­firma til haga í um­fjöll­un fjöl­miðla, enda þótt þau séu lyk­il­atriði í mál­inu og geti breytt því í grund­vall­ar­atriðum þegar skýr­inga hef­ur verið leitað hjá stjórn­end­um viðkom­andi banka eða end­ur­skoðend­um þeirra.

Viður­kennt er að skýrslu­höf­und­ar höfðu tak­markað aðgengi að gögn­um og skoðuðu meðal ann­ars ekki frum­gögn úr bönk­un­um sjálf­um. Fram kem­ur að þeim hafi ekki verið heim­ilað að hafa sam­band við stjórn­end­ur bank­anna eða end­ur­skoðend­ur. Þá er ekki tekið til­lit til þess að í vinnu­skjöl­um PwC liggja m.a. fyr­ir skrif­leg­ar staðfest­ing­ar frá stjórn­end­um og stjórn­ar­mönn­um bank­anna um ýmis atriði er snerta mat á stöðu þeirra, enda hef­ur ekk­ert verið rætt við starfs­fólk PwC af hálfu rann­sókn­araðila.

PwC minn­ir á að það eru stjórn­end­ur bank­anna, þ.m.t. stjórn­ir og bankaráð, sem bera ábyrgð á upp­gjör­um þeirra. Sú ábyrgð er bæði laga­leg og sam­fé­lags­leg. Stjórn­end­ur leggja árs­reikn­inga fram og gefa út viðamikl­ar skrif­leg­ar staðfest­ing­ar til end­ur­skoðenda um rétt­mæti upp­lýs­inga. Slík­ar yf­ir­lýs­ing­ar, ásamt öðrum end­ur­skoðun­ar­gögn­um, liggja fyr­ir í vinnu­skjöl­um PwC og verða lagðar fram á rétt­um vett­vangi.
PwC tel­ur sjálfsagt og eðli­legt að upp­gjör bank­anna, sem féllu haustið 2008, og end­ur­skoðun á þeim komi til skoðunar eins og önn­ur atriði er tengj­ast banka­hrun­inu. Jafn sjálfsagt er að öll málsmeðferð í því sam­bandi sé vönduð og haf­in yfir vafa," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem PwC hef­ur sent frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert