Umboðsmaður skuldara hefur í dag starfsemi í dag í nýjum húsakynnum í Kringlunni 1, 2. hæð, í því húsi sem Morgunblaðið var eitt sinn í og Háskólinn í Reykjavík hafði síðar aðstöðu. Búið er að loka á Hverfisgötu 6 þar sem umboðsmaður hefur verið til húsa.
Frá því embættið tók til starfa, þann 1. ágúst sl., hefur starfsmönnum fjölgað mjög og starfsemin orðið umfangsmeiri. Því var talið nauðsynlegt að fara í rúmbetra húsnæði. Í fréttatilkynningu segir að kostir Kringlunnar 1 séu að þar sé að finna næg ókeypis bílastæði fyrir viðskiptavini, aðgengi sé fyrir fatlaða, stutt sé í almenningssamgöngur og umboðsmaður skuldara verði staðsettur nálægt annarri þjónustu í Kringlunni.
Í lok næstu viku mun umboðsmaður skuldara hefja starfsemi útibú í Reykjanesbæ.